fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Rúmlega 60 barnabrúðir látast daglega

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 20:00

Faðir þessarar sex ára afgönsku stúlku seldi hana í hjónaband. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári látast rúmlega 22.000 stúlkur, svokallaðar barnabrúðir, af völdum erfiðleika á meðgöngu eða við fæðingu. Þetta svarar til þess að rúmlega 60 barnabrúðir látist daglega að meðaltali.

Þessar stúlkur eru gefnar í hjónaband áður en þær ná 18 ára aldri. Í dag er alþjóðlegi stúlknadagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni birti Red Barnet (Björgum barninu) í Danmörku nýja skýrslu um þetta í dag. Samtökin segja að barneignir séu orsök flestra dauðsfalla unglingsstúlkna á heimsvísu.

Jakob Eilsøe Mikkelsen, hjá Red Barnet, segir að nú sé staða þessara mála verst í Vestur- og Mið-Afríku. Þar látast um 9.600 stúlkur árlega af ástæðunum sem eru nefndar hér að ofan. Mikkelsen segir að ástæðan sé að staðan sé viðkvæm í Afríku, átök geisi, áhrif loftslagsbreytinganna séu áþreifanleg og heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi orðið til þess að skólum hafi verið lokað. Þetta auki vandræði fjölskyldna. Þegar fátækar fjölskyldur lendi í vanda neyðist þær til að skoða hvað sé besta leiðin til að lifa af og stundum sé það að halda stúlkunum heima eða gifta þær á brott svo aðrir geti séð fyrir þeim.

Síðan heimsfaraldurinn skall á hafa margir haft áhyggjur af að hann myndi verða til þess að fleiri stúlkur yrðu gefnar í hjónaband því þær gætu ekki farið í skóla. Þessi ótti er staðfestur í skýrslunni en um leið er tekið fram að taka verði tölunum með fyrirvara því ekki liggi nægilega mikið af gögnum fyrir á þessu sviði.

Mikkelsen segir að í nokkur ár fyrir heimsfaraldurinn hafi þróunin verið sú að barnahjónaböndum fækkaði en allt frá því að hann skall á hafi þróunin verið í hina áttina. Hann sagði að margt þurfi að gerast til að hægt sé að snúa þessari þróun við en eitt það mikilvægasta sé að opna skólana og koma stúlkunum aftur í þá.

„Við höfum sé að það hefur verið auðveldara fyrir drengi að koma aftur í skóla en það er fyrir stúlkur. Þetta hefur óbein áhrif á barnahjónabönd því við vitum að þegar stúlkur mennta sig minnka líkurnar á að þær verði gefnar í hjónaband eða verði barnshafandi á unglingsaldri,“ sagði Mikkelsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“
Pressan
Í gær

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum

Algeng kynlífsathöfn sögð geta stuðlað að elliglöpum
Pressan
Í gær

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“