fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mikill kraftur í gosinu á La Palma – Björg á stærð við þriggja hæða hús renna niður hlíðarnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 05:59

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill kraftur er í eldgosinu á La Palma og renna björg á stærð við þriggja hæða hús niður hlíðar eldfjallsins. 21 jarðskjálfti mældist á svæðinu í gær, sá sterkasti 3,8 stig og fannst hann vel í þorpunum Mazo, Fuencaliente og El Paso.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að 1.240 gráðu heitt hraun renni nú í miklu magni niður hlíðar eldfjallsins og hafi eyðilagt síðustu byggingarnar sem stóðu óskemmdar í þorpinu Todoque. Með hraunstraumnum renna björg á stærð við þriggja hæða hús.

Spænsku almannavarnirnar skrifuðu á Twitter í gær að norðurhlið gígsins hafi hrunið og það hafi valdið því að stór björg hafi runnið niður hlíðarnar og nýir hraunstraumar hafi myndast og renni þeir yfir svæði sem búið var að rýma.

Fram að þessu hefur hraunflæðið eyðilagt 1.186 byggingar síðan gosið hófst 19. september. Það hefur einnig runnið yfir 493 hektara lands. Um 6.000 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín en um 83.000 manns búa á eyjunni og hafa lifibrauð sitt aðallega af ávaxtarækt og ferðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga