fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 23:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluna í New South Wales í Ástralíu grunar að 14 friðaðar kengúrur hafi verið drepnar af ásettu ráði og leitar nú að þeim sem drápu þær. Kengúrurnar fundust dauðar sunnan við Sydney á laugardaginn.

Málið hófst með að lögreglan fann sex kengúrur, fimm fullorðin dýr og einn unga, dauðar nærri Long Beach, sem er um 270 kílómetra sunnan við Sydney, eftir að tilkynnt var um dýrin. Síðar um daginn var tilkynnt um átta dauð dýr, sjö fullorðin og einn unga, í Maloneys Beach sem er ekki fjarri Long Beach.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að margt bendi til að dýrin hafi verið drepin af ásettu ráði.

Sydney Morning Herald segir að lögreglan hafi nú þegar yfirheyrt fjölda vitna. Lögreglumenn eru að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu og almenningur hefur verið beðinn um hjálp. Lögreglan leitar að tveimur hvítum jeppum sem eru sagðir hafa sést á svæðinu skömmu áður en kengúrurnar fundust.

Nær allar tegundir hinna einstöku áströlsku dýra á borð við kengúrur og kóalabirni eru friðaðar í New South Wales vegna líffjölbreytninnar í ríkinu. Þetta þýðir að aðeins má fanga dýrin eða skjóta að fengnu leyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga