Það var vegfarandi sem fann lík við Fernsehturm (sjónvarpsturninn) snemma á föstudaginn en turninn er eitt þekktasta kennileiti borgarinnar.
Staðarblaðið BZ segir að hinn handtekni sé flóttamaður frá Pakistan. Ekki er enn vitað með vissu hver fórnarlambið er en talið er að um flóttamann sé að ræða.
BZ segir að fórnarlambið hafi verið barið til dauða og hafi flaska meðal annars verið notuð við ódæðisverkið. Ekki er vitað hvaða ástæður liggja að baki morðinu.
Fernsehtum og Alexanderplatz eru vinsæll ferðamannastaður að degi til en á kvöldin og nóttunni halda ungmenni þar til auk heimilislausra og flóttamanna.