fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hrottalegt morð á Alexanderplatz í miðborg Berlínar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 06:24

Alexanderplatz og Fernsehturm til vinstri. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Berlín hefur handtekið einn vegna hrottalegs morðs á föstudaginn við Fernsehturm á Alexanderplatz í miðborginni.

Það var vegfarandi sem fann lík við Fernsehturm (sjónvarpsturninn) snemma á föstudaginn en turninn er eitt þekktasta kennileiti borgarinnar.

Staðarblaðið BZ segir að hinn handtekni sé flóttamaður frá Pakistan. Ekki er enn vitað með vissu hver fórnarlambið er en talið er að um flóttamann sé að ræða.

BZ segir að fórnarlambið hafi verið barið til dauða og hafi flaska meðal annars verið notuð við ódæðisverkið. Ekki er vitað hvaða ástæður liggja að baki morðinu.

Fernsehtum og Alexanderplatz eru vinsæll ferðamannastaður að degi til en á kvöldin og nóttunni halda ungmenni þar til auk heimilislausra og flóttamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti