fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný eftirköst COVID-19 smita uppgötvuð – Hljóma skelfilega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. október 2021 06:02

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskir læknar hafa tilkynnt um mjög óvenjuleg eftirköst COVID-19 smita. Áður var vitað að þreyta og skert lyktar- og bragðskyn væru meðal eftirkasta smita en það sem japönsku læknarnir hafa uppgötvað hefur ekki verið tilkynnt um áður.

Í grein í vísindaritinu BMC Infectious Diseases lýsa þeir þessum eftirköstum. Þeir segja meðal annars frá 77 ára karlmanni sem veiktist af COVID-19 en veikindin voru væg. Hann fékk meðhöndlun á sjúkrahúsi í Tókýó.

Á meðan hann var veikur þjáðist hann af svefnleysi og kvíða og lagaðist það ekki eftir að hann var búinn að ná sér af veikindunum. En nokkrum vikum síðar bættust fleiri einkenni við eftirköstin. „Nokkrum vikum eftir að hann var útskrifaður byrjaði hann að finna fyrir djúpum og vægðarlausum óþægingum í endaþarmi,“ skrifa læknarnir og segja að maðurinn hafi aldrei fundið fyrir neinu þessu líkt áður en hann veiktist af COVID-19.

Óþægindin hurfu ekki þegar maðurinn svaf og hann varð að taka svefnpillur til að geta sofið. Læknar greindu hann með „restless anal syndrome“ sem minnir á fótaóeirð en þó auðvitað á öðrum stað í líkamanum.

Japönsku læknarnir segja að þar sem maðurinn hafi aldrei áður fundið fyrir neinu af þessu tagi fyrr en eftir COVID-19 veikindi skilgreini þeir þetta sem eftirköst af COVID-19 veikindum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim