fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Hringurinn þrengist að ítölskum mafíuleiðtogum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. október 2021 18:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukið lögreglusamtarf þvert á landamæri og rafræn fótspor gera að verkum að ítalskir mafíuleiðtogar eiga sífellt erfiðara með að leynast. Þetta segir Federico Varese, prófessor í afbrotafræði við Oxfordháskóla. Hann segir að flestir þeirra ítölsku mafíuleiðtoga sem mest hefur verið leitað séu nú í haldi yfirvalda.

Rocco Morabito, þekktur sem „kókaínkóngurinn frá Mílanó“, Domenico Paviglianiti, þekktur sem „stjóri stjóranna“ og Raffaele Imperiale, listaverkahneigði fíkniefnabaróninn, hafa verið sagðir meðal valdamestu mafíuleiðtoganna á Ítalíu. En á þessu ári hafa þeir bætt öðru atriði í safnið yfir það sem þeir eiga sameiginlegt. Þeir hafa allir verið handteknir á árinu og eru nú í fangelsi eftir að hafa verið eftirlýstir árum saman. Þetta sýnir að lögreglunni verður sífellt meira ágengt í að ná til höfuðpaura ítölsku mafíunnar.

Varese  segir að aukið samstarf lögreglu þvert á landamæri og rafræn fótspor geri mafíuleiðtogunum sífellt erfiðarar fyrir við að leynast. Þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar einnig skipt máli því mafíósarnir hafi átt erfitt með að ferðast og starfa leynilega. Hann varar fólk við að halda að handtökurnar séu ávísun á að mafíur hinna handteknu veikist, þær teygi anga sína svo djúpt inn í ítalskt samfélag að meira þurfi til. Þetta séu félagslegar tengingar, pólitískar og efnahagslegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga