Rocco Morabito, þekktur sem „kókaínkóngurinn frá Mílanó“, Domenico Paviglianiti, þekktur sem „stjóri stjóranna“ og Raffaele Imperiale, listaverkahneigði fíkniefnabaróninn, hafa verið sagðir meðal valdamestu mafíuleiðtoganna á Ítalíu. En á þessu ári hafa þeir bætt öðru atriði í safnið yfir það sem þeir eiga sameiginlegt. Þeir hafa allir verið handteknir á árinu og eru nú í fangelsi eftir að hafa verið eftirlýstir árum saman. Þetta sýnir að lögreglunni verður sífellt meira ágengt í að ná til höfuðpaura ítölsku mafíunnar.
Varese segir að aukið samstarf lögreglu þvert á landamæri og rafræn fótspor geri mafíuleiðtogunum sífellt erfiðarar fyrir við að leynast. Þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar einnig skipt máli því mafíósarnir hafi átt erfitt með að ferðast og starfa leynilega. Hann varar fólk við að halda að handtökurnar séu ávísun á að mafíur hinna handteknu veikist, þær teygi anga sína svo djúpt inn í ítalskt samfélag að meira þurfi til. Þetta séu félagslegar tengingar, pólitískar og efnahagslegar.