Þetta var í fyrsta sinn sem fjármálaráðherrarnir ræddu hækkandi orkuverð en ekki í það síðasta sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands. Hann sagði að Evrópa standi nú frammi fyrir langvarandi hækkun orkuverðs, meðal annars vegna skiptanna yfir í umhverfisvæna orkugjafa. „Á næstu árum mun vandinn aukast. Það verður þörf fyrir meira rafmagn og það er tenging á milli náttúrugass og raforku. Það verður einnig að fjárfesta í umhverfisvænni orku. Þetta verður ein af stóru áskorunum næstu ára. Ég tala ekki um mánuði, heldur um ár,“ sagði ráðherrann á mánudaginn.
Tengslin á milli gass og raforku eru að í mörgum löndum er náttúrugas notað til að framleiða rafmagn. Hærra gasverð skilar sé því út í raforkuverðið. Í lok ágúst kostuðu 1.000 rúmmetrar af náttúrugasi 600 dollara. Tveimur vikum síðar var verðið komið í 800 dollara. Í síðustu viku fór verðið yfir 1.000 dollara.