fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Vísindamenn afturkalla umdeilda rannsókn eftir mistök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 17:31

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtu vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að danska lögreglan beiti minnihlutahópa misrétti. En nú hafa vísindamennirnir neyðst til að draga rannsóknina til baka en hún hafði vakið upp miklar og heitar umræður í Danmörku.

Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla kemur fram að rannsóknin hafi verið dregin til baka vegna villu í henni. Í rannsókninni var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan kæri fólk úr minnihlutahópum oftar án þess að kærurnar endi með dómi og voru minnihlutahóparnir þá bornir saman við fólk af dönskum ættum.

Mikkel Jarls Christensen, einn af vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina, segir að þeir hafi gert mistök við úrvinnslu gagna. Í fréttatilkynningunni er haft eftir honum að eftir að rannsóknin hafði verið ritrýnd og samþykkt til birtingar í vísindariti hafi vísindamennirnir áttað sig á villu við úrvinnslu gagna í upphafi rannsóknarinnar. Þetta séu tölur yfir ákærur og kærur, notast hafi verið við tölur um ákærur en ekki kærur en rannsóknin snýst um kærur. „Þrátt fyrir að kærur hafi eðli málsins samkvæmt áhrif á ákærur þá eru þær ekki sami hluturinn,“ er haft eftir honum.

Vísindamennirnir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að 92% af öllum kærum á hendur Dönum enduðu með dómum en hjá til dæmis fólki af sómölskum uppruna væri hlutfallið 79%. En þessar tölur eru ekki réttar eins og nú liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“