fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Segir að Harvey Weinstein hafi verið fyrirmynd að orka í Hringadróttinssögu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 06:59

Er svipur með þeim? Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elijah Wood fór með hlutverk Fróða í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Hann ræddi nýlega um myndirnar í hlaðvarpinu Armchair Expert og skýrði frá því að einn af orkunum í myndunum hefði átt sér fyrirmynd úr heimi okkar mannanna. Sú fyrirmynd var Harvey Weinstein og segir Wood að með þessu hafi verið ætlunin að senda Weinstein skilaboð.

Weinstein var áhrifamikill framleiðandi í Hollywood og sagði Wood að með því að láta einn orka líkjast honum hafi átt að senda honum „fokkaðu þér“ skilaboð.

„Hann hafði séð eina af þessum orka grímum. Og ein þessara orka gríma – ég man þetta vel – átti að líkjast Harvey Weinstein, svona einhverskonar fokkaðu þér skilaboð,“ sagði Wood. „Ég held að það sé í lagi að tala um þetta núna. Maðurinn erí fangelsi, til fjandans með hann,“ bætti hann við.

Mál Weinstein var fyrsta stóra málið í kjölfar #MeToo og var hann sakaður um fjölda nauðgana. Hann var dæmdur í 23 ára fangelsi í febrúar 2020 og hefur verið ákærður fyrir fleiri brot í Kaliforníu og á enn lengri dóm yfir höfði sér. Hann neitar sök.

Wood sagði að Peter Jackson, leikstjóri myndanna, hafi ákveðið að láta einn orka líta út eins og Weinstein í kjölfar erfiðra samskipta við hann við gerð myndanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“