fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Segir að Harvey Weinstein hafi verið fyrirmynd að orka í Hringadróttinssögu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 06:59

Er svipur með þeim? Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elijah Wood fór með hlutverk Fróða í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Hann ræddi nýlega um myndirnar í hlaðvarpinu Armchair Expert og skýrði frá því að einn af orkunum í myndunum hefði átt sér fyrirmynd úr heimi okkar mannanna. Sú fyrirmynd var Harvey Weinstein og segir Wood að með þessu hafi verið ætlunin að senda Weinstein skilaboð.

Weinstein var áhrifamikill framleiðandi í Hollywood og sagði Wood að með því að láta einn orka líkjast honum hafi átt að senda honum „fokkaðu þér“ skilaboð.

„Hann hafði séð eina af þessum orka grímum. Og ein þessara orka gríma – ég man þetta vel – átti að líkjast Harvey Weinstein, svona einhverskonar fokkaðu þér skilaboð,“ sagði Wood. „Ég held að það sé í lagi að tala um þetta núna. Maðurinn erí fangelsi, til fjandans með hann,“ bætti hann við.

Mál Weinstein var fyrsta stóra málið í kjölfar #MeToo og var hann sakaður um fjölda nauðgana. Hann var dæmdur í 23 ára fangelsi í febrúar 2020 og hefur verið ákærður fyrir fleiri brot í Kaliforníu og á enn lengri dóm yfir höfði sér. Hann neitar sök.

Wood sagði að Peter Jackson, leikstjóri myndanna, hafi ákveðið að láta einn orka líta út eins og Weinstein í kjölfar erfiðra samskipta við hann við gerð myndanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón
Pressan
Fyrir 4 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi