Aftonbladet segir að lögreglan hafi leitað með hundum, úr lofti, í vötnum og á landi og hafi fengið aðstoð frá samtökunum Missing People.
Blaðið segir að eiginmaður konunnar hafi verið handtekinn vegna hvarfs hennar en hún sást síðast 24. september. Hann er á fimmtugsaldri og er í gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn aðfaranótt 25. september níu klukkustundum eftir að síðast sást til Beata.
Beata, sem er frá Póllandi, sótti um skilnað frá honum í ágúst og fullt forræði yfir barni þeirra. Skömmu síðar kærði hún hann fyrir ofbeldi og hótanir sem áttu sér stað á árunum frá 2016 til 2021. Tveimur vikum áður en hún hvarf fór hún fram á nálgunarbann en við því var ekki orðið.
Flestir ættingjar Beata búa í Póllandi en hún hefur búið í Svíþjóð í 9 ár.