fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

90 sekúndna morgunbrellan sem breytir deginum þínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 06:16

Þarf hann að fara oftar í sturtu? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú týpan sem þarft að skella nokkrum kaffibollum í þig að morgni og fara í langa sturtu til að komast í gegnum daginn? Ef svo er þá er full ástæða til að lesa það sem hér fer á eftir því eftir því sem segir í tímaritinu Entrepreneur þá er hægt að öðlast mikla orku snemma dags með því að gera smávægilega breytingu á morgunrútínunni, svo mikla orku að hún dugi allan daginn.

Margir fara í heita sturtu á morgnana til að koma sér í gang fyrir átök dagsins en heita vatnið hefur hins vegar öfug áhrif því það deyfir fólk og af þeim sökum er betra að fara í heitt bað eða heita sturtu rétt fyrir háttatíma.

En miðað við það sem segir í ráðleggingum Entrepreuneur þá er gott að fara í 90 sekúndna langa sturtu að morgni. Fyrst á þó að fara í heita sturtu þar sem hár og líkami eru þvegin eins og venjulega en að því loknu á að fylgja þessum þremur skrefum:

Skrúfaðu frá kalda vatninu og stattu undir því í 30 sekúndur. Þig langar kannski til að öskra en láttu þig hafa það að standa undir bununni í 30 sekúndur.

Skrúfaðu frá heita vatninu og stattu undir bununni í 30 sekúndur. Þetta opnað æðarnar, eykur blóðstreymið og veitir þér allsherjar örvunartilfinningu.

Skrúfaðu aftur frá kalda vatninu og stattu undir bununni í 30 sekúndur. Nú finnst þér þú vera glaðvakandi og reiðubúin(n) í verkefni dagsins.

Þessi aðferð á að sögn að draga úr stressi, styrkja ónæmiskerfið, auka getu líkamans til að brenna fitu og hjálpa gegn þunglyndi. Það er síðan smá aukabónus að þú verður fljótari en nokkru sinni að klæða þig eftir kuldabaðið í lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu