Margir fara í heita sturtu á morgnana til að koma sér í gang fyrir átök dagsins en heita vatnið hefur hins vegar öfug áhrif því það deyfir fólk og af þeim sökum er betra að fara í heitt bað eða heita sturtu rétt fyrir háttatíma.
En miðað við það sem segir í ráðleggingum Entrepreuneur þá er gott að fara í 90 sekúndna langa sturtu að morgni. Fyrst á þó að fara í heita sturtu þar sem hár og líkami eru þvegin eins og venjulega en að því loknu á að fylgja þessum þremur skrefum:
Skrúfaðu frá kalda vatninu og stattu undir því í 30 sekúndur. Þig langar kannski til að öskra en láttu þig hafa það að standa undir bununni í 30 sekúndur.
Skrúfaðu frá heita vatninu og stattu undir bununni í 30 sekúndur. Þetta opnað æðarnar, eykur blóðstreymið og veitir þér allsherjar örvunartilfinningu.
Skrúfaðu aftur frá kalda vatninu og stattu undir bununni í 30 sekúndur. Nú finnst þér þú vera glaðvakandi og reiðubúin(n) í verkefni dagsins.
Þessi aðferð á að sögn að draga úr stressi, styrkja ónæmiskerfið, auka getu líkamans til að brenna fitu og hjálpa gegn þunglyndi. Það er síðan smá aukabónus að þú verður fljótari en nokkru sinni að klæða þig eftir kuldabaðið í lokin.