fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

„Heimurinn stendur frammi fyrir gríðarlega stóru fjármálahruni í október“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 06:04

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar viðvörunarbjöllur hringja og vara við alvarlegri fjármálakrísu innan mjög skamms tíma. Þetta segir Robert Kiyosaki, bandarískur fjármálasérfræðingur, sem segir að gríðarlega stórt fjármálahrun og kreppa séu í uppsiglingu. Independent greinir frá.

„Við stöndum frammi fyrir stærsta fjármálahruni sögunnar. Skuldir eru alltof miklar og alltof miklu hefur verið dælt af peningum inn í kerfið. Skuldirnar eru algjörlega óyfirsjáanlegar í hlutfalli við brúttóþjóðarframleiðslu. Þetta mun springa,“ sagði hann nýlega í samtali við Kitco News.

Kiyosaki hefur skrifað fjölda bóka um fjárfestingar og þar á meðal metsölubókina Rich Dad Poor Dad. Nú segir hann að við séum nú þegar komin svo langt að ekki sé hægt að snúa þróuninni við og að verð hlutabréfa, Bitcoin, gulls og silfurs muni hrynja innan skamms tíma.

„Ríkin hafa dælt gervipeningum inn í kerfið. Það þýðir að vöruverð hækkar. Þetta er kannski bara skammvinn verðbólga en við stöndum eftir með gríðarlegar skuldir sem verður að greiða. Það eina sem gerviörvun hefur haft í för með sér er að hlutabréfamarkaðurinn og húsnæðismarkaðurinn eru að nauðsynjalausu orðin að bólu sem mun springa,“ sagði hann. Hann vísar þarna til gríðarlega stórra örvunarpakka sem ríkisstjórnir um allan heim hafa dælt inn í hagkerfin til að örva þau. Þetta eru peningar sem voru teknir að láni.

Hann hvetur fólk því til að sýna varkárni í hlutabréfaviðskiptum. „Við stöndum frammi fyrir spilaborg sem mun hrynja. Bæði fasteignaverð og hlutabréfamarkaðurinn munu hrynja. Það er vegna Evergrande í Kína en það mun teygja sig til Bandaríkjanna og bætast við þau alvarlegu vandamál sem fyrir eru,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt