Inni í íbúðinni voru margskonar munir tengdir þýskum nasistum frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Um 1.000 nasistamunir voru í íbúðinni, þar á meðal einkennisbúningar, vopn, málverk, orður, myndir af Adolf Hitler og fánar Þriðja ríkisins. Lögreglan segir að um sögulegt safn sé að ræða með ósviknum munum og sé heildarverðmæti þeirra sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.
„Hann er greindur og veltalandi en hann neitar að Helförin hafi átt sér stað, hann fyrirlítur homma, hann er barnaníðingur og segist elta homma uppi,“ sagði Luis Armond, lögreglumaður, í samtali við Reuters. „Ég er ekki læknir en hann virðist vera klikkaður siðblindingi,“ bætti hann við.
Auk kæru vegna barnaníðs bættust við kærur fyrir ólöglega vörslu vopna og fyrir hatursglæpi.
Armond sagði að maðurinn væri af efnaðri fjölskyldu kominn og telji lögreglan að hann hafi notað stóran hlut af arfi sínum til að koma sér upp þessu stóra safni.