fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ætluðu að handtaka barnaníðing – Brá mjög við sjónina sem mætti þeim – „Ég er ekki læknir en hann virðist vera klikkaður“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 06:00

Hluti af safninu. Mynd:Policia Civil RJ/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu að heimili 58 ára karlmanns til að handtaka hann en hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Kynferðisbrotin áttu sér stað í íbúð mannsins sem er í vesturhluta milljónaborgarinnar. En þegar lögreglumenn fóru inn í íbúðina mætti þeim sjón sem þeir áttu enga von á.

Inni í íbúðinni voru margskonar munir tengdir þýskum nasistum frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.  Um 1.000 nasistamunir voru í íbúðinni, þar á meðal einkennisbúningar, vopn, málverk, orður, myndir af Adolf Hitler og fánar Þriðja ríkisins. Lögreglan segir að um sögulegt safn sé að ræða með ósviknum munum og sé heildarverðmæti þeirra sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.

„Hann er greindur og veltalandi en hann neitar að Helförin hafi átt sér stað, hann fyrirlítur homma, hann er barnaníðingur og segist elta homma uppi,“ sagði Luis Armond, lögreglumaður, í samtali við Reuters. „Ég er ekki læknir en hann virðist vera klikkaður siðblindingi,“ bætti hann við.

Auk kæru vegna barnaníðs bættust við kærur fyrir ólöglega vörslu vopna og fyrir hatursglæpi.

Armond sagði að maðurinn væri af efnaðri fjölskyldu kominn og telji lögreglan að hann hafi notað stóran hlut af arfi sínum til að koma sér upp þessu stóra safni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum