fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Notuðu fyrirsætu til að afvegaleiða Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 15:30

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn stærsti viðburðurinn á pólitíska sviðinu í heiminum er líklega þegar forsetar Bandaríkjanna og Rússlands hittast. Það gerðist síðast 2019 þegar Vladímír Pútín og Donald Trump hittust í Osaka í Japan. Fundurinn fór fram eins og fundir leiðtoga ríkjanna gera yfirleitt nema hvað þessi var kannski í djarfari kantinum miðað við fyrri fundi.

Í nýrri bók, I‘ll Take Your Questions Now“, eftir Stephanie Grisham, sem var fjölmiðlafulltrúi Trump um tíma þegar hann var forseti, kemur fram að starfsmenn Trump hafi skyndilega fyllst grunsemdum þegar kom að leiðtogafundinum. Ástæðan var að Pútín hafði tekið Daria Boyarskaya með sem túlk en hún er fyrirsæta.

Fiona Hill, ráðgjafi Trump í málefnum Rússlands, var einnig á fundinum og hún var ekki í vafa um hvað Rússar ætluðu sér. „Þegar fundurinn byrjaði hallaði Fiona Hill sér að mér og spurði hvort ég hefði tekið eftir að túlkur Vladímír Pútíns væri mjög aðlaðandi kona með sítt brúnt hár, fallegt andlit og frábæran líkamsvöxt. Hún hélt áfram og sagðist viss um að Pútín hefði valið hana sérstaklega til að rugla forsetann okkar í ríminu,“ skrifar Grisham.

Rússar hafa vísað þessu á bug og Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði að túlkarnir séu valdir af utanríkisráðuneytinu og að forsetinn komi hvergi nærri vali þeirra.

Daria Boyarskaya er menntaður túlkur en leggur einnig stund á dans og fyrirsætustörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Í gær

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 2 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó