fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fjarlægðu eitt kíló af nöglum, skrúfum og rakvélablöðum úr maga manns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einum mánuði gleypti maður, sem býr í borginni Klaipeda í Litháen, rúmlega eitt kíló af litlum málmhlutum. Þetta gerði hann eftir að hann hætti að drekka áfengi.

Skurðlæknar á háskólasjúkrahúsinu Klaipeda fjarlægðu þetta úr maga hans á fimmtudaginn og má því segja að vinnudagurinn hafi verið mjög óvenjulegur hjá þeim.

Maðurinn kom á sjúkrahúsið og kvartaði undan miklum magaverkjum. Röntgenmyndataka leiddi í ljós að hann var með allt að 10 sentimetra langa málmhluti í maganum. Þeir höfðu skaðað fremsta hluta magans og var maðurinn í lífshættu.

Hann var því skorinn upp og fjarlægðu læknar rúmlega eitt kíló af nöglum, skrúfum, rakvélablöðum, tréskrúfum og öðrum aðskotahlutum úr maga mannsins. Aðgerðin tók rúmlega þrjár klukkustundir. LRT skýrir frá þessu.

Maðurinn skýrði læknum ekki frá undarlegu mataræði sínu þegar hann mætti á sjúkrahúsið en læknar sögðu í samtali við LRT að hann hafi byrjað að gleypa málmhluti eftir að hann hafði hætt að neyta áfengis fyrir um mánuði síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum