Skurðlæknar á háskólasjúkrahúsinu Klaipeda fjarlægðu þetta úr maga hans á fimmtudaginn og má því segja að vinnudagurinn hafi verið mjög óvenjulegur hjá þeim.
Maðurinn kom á sjúkrahúsið og kvartaði undan miklum magaverkjum. Röntgenmyndataka leiddi í ljós að hann var með allt að 10 sentimetra langa málmhluti í maganum. Þeir höfðu skaðað fremsta hluta magans og var maðurinn í lífshættu.
Hann var því skorinn upp og fjarlægðu læknar rúmlega eitt kíló af nöglum, skrúfum, rakvélablöðum, tréskrúfum og öðrum aðskotahlutum úr maga mannsins. Aðgerðin tók rúmlega þrjár klukkustundir. LRT skýrir frá þessu.
Maðurinn skýrði læknum ekki frá undarlegu mataræði sínu þegar hann mætti á sjúkrahúsið en læknar sögðu í samtali við LRT að hann hafi byrjað að gleypa málmhluti eftir að hann hafði hætt að neyta áfengis fyrir um mánuði síðan.