fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Ný skýrsla varpar ljósi á kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi – Mörg þúsund fórnarlömb

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1950 hafa mörg þúsund prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi beitt börn kynferðisofbeldi. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar sem kemur út á morgun.

Formaður nefndarinnar, Jean-Marc Sauve, segir að talið sé að á milli 2.900 til 3.200 manns, með tengsl við kaþólsku kirkjunnar, hafi beitt börn kynferðisofbeldi á síðustu 70 árum. Í samtali við Le Monde sagði hann að þetta væri þó „varfærið mat“.

Niðurstaða nefndarinnar staðfestir ljótan grun margra Frakka en áður en rannsóknarnefndin hóf störf fyrir þremur árum höfðu mörg mál komið upp þar sem upp komst um barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi.

Margir hafa því beðið eftir niðurstöðu nefndarinnar og franskir fjölmiðlar segja niðurstöðu hennar mikið áfall vegna þess hversu mörg fórnarlömbin eru og hversu margir níðingarnir eru. Nefndin telur að fórnarlömbin séu að minnsta kosti 10.000.

Margir franskir prestar töluðu um skýrsluna í gær í guðsþjónustum sínum. Þeir sögðu að skýrslan sé mikið áfall fyrir þá og að nú þurfi fórnarlömbin að stíga fram og að þau eigi ekki að skammast sín og að kirkjan verði að standa saman um að styðja þau gegn prestum, sem eru barnaníðingar, og öðrum sem hafi leikið lausum hala í 70 ár.

Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar byggir á mikilli vinnu þar sem farið var yfir skjalasöfn kirkjunnar, lögreglunnar og dómstóla auk þess sem rætt var við mikinn fjölda fórnarlamba og vitna.

Þetta er ekki fyrsta afhjúpunin á níðingsverkum af þessu tagi innan kaþólsku kirkjunnar. Áður hefur komið fram að í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Írlandi viðgekkst barnaníð innan kirkjunnar. Það sama á við í fleiri löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar