Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu. Í síðustu viku lýsti Kim Jong-un, einræðisherra í landinu, yfir vilja sínum til að opna fyrir þessa samskiptaleið á nýjan leik en Norður-Kórea lokaði símalínunum í byrjun ágúst í mótmælaskyni við sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þær höfðu þá aðeins verið opnar í nokkra daga eftir að hafa verið opnaðar eftir um eins árs lokun.
KCNA segir að Suður-Kórea verði að standa undir ábyrgð sinni við að draga úr spennu á milli ríkjanna en ekki er tekið nánar fram við hvað er átt.