fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Norður-Kórea hefur opnað fyrir símasamband til Suður-Kóreu á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 07:12

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í dag geta stjórnvöld í Norður-Kóreu og Suður-Kóreu rætt saman en Norður-Kórea opnaði í morgun á nýjan leik fyrir símalínur á milli ríkjanna.

Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu. Í síðustu viku lýsti Kim Jong-un, einræðisherra í landinu, yfir vilja sínum til að opna fyrir þessa samskiptaleið á nýjan leik en Norður-Kórea lokaði símalínunum í byrjun ágúst í mótmælaskyni við sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þær höfðu þá aðeins verið opnar í nokkra daga eftir að hafa verið opnaðar eftir um eins árs lokun.

KCNA segir að Suður-Kórea verði að standa undir ábyrgð sinni við að draga úr spennu á milli ríkjanna en ekki er tekið nánar fram við hvað er átt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast