Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Frode Vikebø, hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, að ekki sé ólíklegt að fiskurinn hafi fundið að eitthvað væri í uppsiglingu.
Nicolás San Luis, sjómaður í Tazacorte á La Palma, sagði að venjulega væri sjórinn hlýr við yfirborðið en kaldari eftir því sem neðar dregur. Á þessu ári hafi hann verið hlýr við yfirborðið og enn hlýrri þar fyrir neðan. Sjómennirnir hafi ekki skilið í þessu. „Nú vitum við að fiskurinn hlýtur að hafa fundið fyrir eldfjallinu,“ sagði hann í samtali við El Mundo.
Vikebø sagði að ekki sé útilokað að fiskurinn hafi fundið fyrir truflunum áður en gosið hófst. Hugsanlega sé um hljóð að ræða, titring eða hitabreytingar.