Sermitsiaq.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sent frá sér fréttatilkynningu í gær vegna málsins. Í henni komi fram að lögreglan geti ekki útilokað að um morð hafi verið að ræða og að málið sé rannsakað sem slíkt.
Lögreglan var enn á vettvangi í gærkvöldi og umfangsmiklar tæknirannsóknir fóru fram. Ekki er enn vitað hvort um karl eða konu en lögreglan segir ljóst að ekki sé um barn að ræða.
Grænlenska lögreglan segir að ekki hafi verið tilkynnt nýlega um horfið fólk og biður því fólk um að hafa samband ef það veit um einhvern sem ekki hefur heyrst til í eina viku eða meira.
Illulissat er í vesturhluta landsins og hefur lögreglan þar fengið aðstoð lögreglunnar í Nuuk við rannsókn málsins en mörg hundruð kílómetrar eru á milli bæjanna. Einnig hefur verið beðið um aðstoð frá dönsku ríkislögreglunni og dönskum réttarmeinafræðingum.