fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Dularfullt mál skekur Grænland – Beðið um aðstoð frá Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 06:58

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 20.30 á laugardaginn barst lögreglunni í Illulissat tilkynning um óeðlilegan hlut í sorpbrennslu bæjarins. Rannsókn hófst strax og seinnipartinn í gær var skýrt frá því að hluti af mannslíki hefði fundist í sorpbrennslunni. Lögreglan telur að að um morð hafi verið að ræða.

Sermitsiaq.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sent frá sér fréttatilkynningu í gær vegna málsins. Í henni komi fram að lögreglan geti ekki útilokað að um morð hafi verið að ræða og að málið sé rannsakað sem slíkt.

Lögreglan var enn á vettvangi í gærkvöldi og umfangsmiklar tæknirannsóknir fóru fram. Ekki er enn vitað hvort um karl eða konu en lögreglan segir ljóst að ekki sé um barn að ræða.

Grænlenska lögreglan segir að ekki hafi verið tilkynnt nýlega um horfið fólk og biður því fólk um að hafa samband ef það veit um einhvern sem ekki hefur heyrst til í eina viku eða meira.

Illulissat er í vesturhluta landsins og hefur lögreglan þar fengið aðstoð lögreglunnar í Nuuk við rannsókn málsins en mörg hundruð kílómetrar eru á milli bæjanna. Einnig hefur verið beðið um aðstoð frá dönsku ríkislögreglunni og dönskum réttarmeinafræðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?