fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Hellir á Gíbraltar gæti varpað ljósi á menningu Neanderdalsmanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. október 2021 15:45

Úr hellinum. Mynd:Photograph: Clive Finlayson/Gibraltar Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn uppgötvuðu nýlega nýjan afkima í Gorham‘s hellunum á Gíbraltar. Hafði þessi afkimi þá verið algjörlega einangraður frá umheiminum í að minnsta kosti 40.000 ár. Talið er að hann geti varpað ljósi á menningu og siði Neanderdalsmanna sem bjuggu á svæðinu.

Fyrir níu árum byrjuðu vísindamenn að rannsaka Vanguard hellinn, sem er hluti af Gorham‘s hellunum, til að kortleggja raunverulega stærð hans og til að rannsaka hvort þar væru afkimar og hellar sem væru lokaðir með sandi.

Í síðasta mánuði fann teymið gat í jarðlögum. Það var víkkað og vísindamenn gátu skriði í gegn og komust þá inn í afkima þar sem voru bein úr dýrum. Clive Finlayson, þróunarlíffræðingur og forstjóri þjóðminjasafnsins á Gíbraltar, sagði að um töluvert stórt rými sé að ræða og þangað hafi enginn komið í 40.000 ár hið minnsta. Hann sagði að eitthvað dýr hafi dregið hluti og dýr inn í hellinn fyrir löngu. Það sýni för á veggjum. Líklega séu förin efir gaupur.

Hann sagði að einnig séu ummerki um að Neanderdalsmenn hafi verið í hellinum en ýmis verkfæri, sem tengist þeim, hafi fundist þar. Einnig fundu vísindamennirnir mjólkurtönn úr barni af ætt Neanderdalsmanna. Telja þeir að barnið hafi verið drepið af dýri og síðan hafi ættingjar þess komið líki þess fyrir. Þetta geti varpað ljósi á útfararsiði Neanderdalsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“