Nætursvefn þeirra raskast yfirleitt vegna þess að þeir þurfa reglulega að fara að pissa. Með því að fylgjast með þessum hópi árum saman komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að næturbröltið eykur líkurnar á að karlarnir þrói með sér vitglöp. Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu EclinicalMedicin.
„Í stuttu máli sagt þá sýnir rannsókn okkar að þessi hópur karla er í 21% meiri hættu á að þróa með sér vitglöp en jafnaldra karlmenn sem ekki glíma við blöðruhálskirtilsvandamál,“ hefur BT eftir Mette Nørgaard, prófessor við Árósaháskóla. Hún stýrði rannsókninni sem byggir á heilsufarsupplýsingum 1,4 milljóna danskra karlmanna.
Vísindamenn hefur lengi grunað að truflanir á nætursvefni geti aukið líkurnar á vitglöpum.
Þegar við sofum sér „þvottavél“ heilans um að þvo heilann með heilahimnuvökva. Hann fer síðan út úr heilanum í gegnum taugar og æðar og losar heilann þannig við úrgangsefni. Ef þessi „þvottur“ er ekki fullnægjandi safnast eiturefni fyrir í heilanum. Það telja vísindamenn geta leitt til ýmissa forma vitglapa, til dæmis Alzheimerssjúkdómsins.