fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ferð þú oft að pissa á nóttunni? Þá ertu í áhættuhópi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. október 2021 18:45

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Árósaháskóla og Stanfordháskóla benda til að slæmur nætursvefn auki líkurnar á að fólk fái vitglöp. Vísindamennirnir beindu sjónum sínum að hópi sem sefur örugglega illa en það eru karlar, sem eru komnir yfir sextugt, og glíma við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtlinum.

Nætursvefn þeirra raskast yfirleitt vegna þess að þeir þurfa reglulega að fara að pissa. Með því að fylgjast með þessum hópi árum saman komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að næturbröltið eykur líkurnar á að karlarnir þrói með sér vitglöp. Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu EclinicalMedicin.

„Í stuttu máli sagt þá sýnir rannsókn okkar að þessi hópur karla er í 21% meiri hættu á að þróa með sér vitglöp en jafnaldra karlmenn sem ekki glíma við blöðruhálskirtilsvandamál,“ hefur BT eftir Mette Nørgaard, prófessor við Árósaháskóla. Hún stýrði rannsókninni sem byggir á heilsufarsupplýsingum 1,4 milljóna danskra karlmanna.

Vísindamenn hefur lengi grunað að truflanir á nætursvefni geti aukið líkurnar á vitglöpum.

Þegar við sofum sér „þvottavél“ heilans um að þvo heilann með heilahimnuvökva. Hann fer síðan út úr heilanum í gegnum taugar og æðar og losar heilann þannig við úrgangsefni. Ef þessi „þvottur“ er ekki fullnægjandi safnast eiturefni fyrir í heilanum. Það telja vísindamenn geta leitt til ýmissa forma vitglapa, til dæmis Alzheimerssjúkdómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu