fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Breskir hermenn bera ábyrgð á dauða 289 Afgana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 12:30

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2006 til 2013 urðu breskir hermenn að minnsta kosti 89 börnum og 200 fullorðnum Afgönum að bana í stríðinu í Afganistan. Allt voru þetta almennir borgarar. Að meðaltali greiddu Bretar 2.380 pund í bætur fyrir hvert þessara mannslífa en það svarar til um 420.000 íslenskra króna.

Tölurnar eru fengnar úr opinberum miskabótaskrám varnarmálaráðuneytisins sem samtökin Action on Armed Violence (AOAV) fengu aðgang að. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að eitt alvarlegasta tilfellið, sem fjallað er um í skránum, snúist um afganska fjölskyldu sem fékk sem svarar til um 800.000 íslenskra króna í bætur eftir að fjögur börn úr henni voru fyrir mistök skotin til bana 2009 af breskum hermönnum.

Í sumum tilfellum greiddi varnarmálaráðuneytið aðeins sem svarar til nokkurra tuga þúsunda íslenskra króna í bætur. Til dæmis fékk ein fjölskylda sem svarar til um 100.000 íslenskra króna eftir að 10 ára piltur lést í desember 2009.

AOAV fór fram á aðgang að skránum og fór yfir þær í kjölfar brotthvarfs vestrænna herliða frá Afganistan í ágúst. The Guardian hefur eftir Murray Jones, sem stýrði yfirferðinni á gögnunum, að erfitt hafi verið að kortleggja kringumstæðurnar í öllum málunum því atvikalýsingin hafi oft á tíðum verið mjög stutt. „Það er ekki gaman að lesa þessi skjöl. Þetta ljóta orðalag í þeim þýðir að mörg hundruð hörmuleg dauðsföll, þar á meðal margra barna, eru ekki annað en einföld upptalning,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?