BBC skýrir frá þessu. Ekki er aðeins um ógnir sem stafa af loftsteinum og halastjörnum, því kerfið á einnig að fylgjast með geimvopnum og gervihnöttum annarra ríkja. Þrjár ratsjárstöðvar verða reistar á jörðu niðri til að þjónusta kerfið. Líklegt er talið að þær verði í Texas, Bretlandi og Ástralíu. Bretar eru að sögn mjög áhugasamir um að taka þátt í verkefninu og leggja til land undir ratsjárstöð. Reiknað er með að 15-20 gervihnattaloftnet verði sett upp við bresku stöðina og verður hvert þeirra um 15 metrar í þvermál.
Kerfið á einnig að fylgjast með geimrusli en það safnast sífellt meira fyrir af því á sporbraut um jörðina. Gervihnöttum og geimförum getur stafað hætta af þessu rusli.