Yngstu fótsporin eru talin vera 21.000 ára gömul en þau elstu 23.000 ára. Það þýðir að þetta eru elstu fótspor eftir fólk sem fundist hafa í Ameríku til þessa. Videnskab skýrir frá þessu.
Vísindamenn segja að þetta sé afgerandi sönnun þess að fólk hafi komið fyrr til Ameríku en áður var talið og að þetta bendi til að fólk hafi verið komið til suðurhluta Norður-Ameríku áður en síðasta stóra ísöldin skall á.
Fram að þessu hafa flestir vísindamenn verið þeirrar skoðunar að fyrsta fólkið hafi komið til Norður-Ameríku fyrir 13.000 til 20.000 árum.