fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Athyglisverð uppgötvun – Varpar efasemdum á hugmyndir um hvenær fyrsta fólkið kom til Ameríku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 18:00

Kristófer Kólumbus kom bara eiginlega síðastur til Ameríku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gömlum hafsbotni í White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa vísindamenn gert athyglisverða uppgötvun. Þeir fundu fjölda steingervinga, fótspor fólks, sem eru hugsanlega elstu ummerkin um menn í suðurhluta Norður-Ameríku.

Yngstu fótsporin eru talin vera 21.000 ára gömul en þau elstu 23.000 ára. Það þýðir að þetta eru elstu fótspor eftir fólk sem fundist hafa í Ameríku til þessa. Videnskab skýrir frá þessu.

Vísindamenn segja að þetta sé afgerandi sönnun þess að fólk hafi komið fyrr til Ameríku en áður var talið og að þetta bendi til að fólk hafi verið komið til suðurhluta Norður-Ameríku áður en síðasta stóra ísöldin skall á.

Fram að þessu hafa flestir vísindamenn verið þeirrar skoðunar að fyrsta fólkið hafi komið til Norður-Ameríku fyrir 13.000 til 20.000 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt