fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ný eftirköst COVID-19 smita uppgötvuð – Hljóma skelfilega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. október 2021 06:02

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskir læknar hafa tilkynnt um mjög óvenjuleg eftirköst COVID-19 smita. Áður var vitað að þreyta og skert lyktar- og bragðskyn væru meðal eftirkasta smita en það sem japönsku læknarnir hafa uppgötvað hefur ekki verið tilkynnt um áður.

Í grein í vísindaritinu BMC Infectious Diseases lýsa þeir þessum eftirköstum. Þeir segja meðal annars frá 77 ára karlmanni sem veiktist af COVID-19 en veikindin voru væg. Hann fékk meðhöndlun á sjúkrahúsi í Tókýó.

Á meðan hann var veikur þjáðist hann af svefnleysi og kvíða og lagaðist það ekki eftir að hann var búinn að ná sér af veikindunum. En nokkrum vikum síðar bættust fleiri einkenni við eftirköstin. „Nokkrum vikum eftir að hann var útskrifaður byrjaði hann að finna fyrir djúpum og vægðarlausum óþægingum í endaþarmi,“ skrifa læknarnir og segja að maðurinn hafi aldrei fundið fyrir neinu þessu líkt áður en hann veiktist af COVID-19.

Óþægindin hurfu ekki þegar maðurinn svaf og hann varð að taka svefnpillur til að geta sofið. Læknar greindu hann með „restless anal syndrome“ sem minnir á fótaóeirð en þó auðvitað á öðrum stað í líkamanum.

Japönsku læknarnir segja að þar sem maðurinn hafi aldrei áður fundið fyrir neinu af þessu tagi fyrr en eftir COVID-19 veikindi skilgreini þeir þetta sem eftirköst af COVID-19 veikindum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin