Það var hópur sérfræðinga sem eyddi nýlega tveimur vikum í að mæla hæð fjallsins. Þeir boðuðu til fréttamannafundar í bænum Saint-Gervais-les-Bains á miðvikudaginn þar sem þeir kynntu niðurstöður mælinganna.
Þar sögðu þeir að nú væri það í verkahring loftslagssérfræðinga, jöklafræðinga og annarra vísindamanna að skoða málið betur og finna skýringar á þessari þróun.
Fjallið hefur lækkað um tvo metra á síðustu 20 árum eða um 13 sentimetra að meðaltali á ári.