fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Mikil leit að sprengjumanninum frá Gautaborg – „Hvað gerðirðu?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. október 2021 06:59

Frá vettvangi á þriðjudag í síðustu viku. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan leitar nú að 55 ára karlmanni sem er grunaður um að bera ábyrgð á sprengingunni sem varð í fjölbýlishúsi í Gautaborg aðfaranótt þriðjudags.  Lögreglan segir að öllu sé tjaldað til við leitina en hún verði mjög erfið og líklega sé maðurinn í felum. Maðurinn bjó eitt sinn í húsinu, þar sem sprengingin varð, og er þekktur fyrir að hafa safnað miklu magni af allskonar efnum að sér, efnum sem hugsanlega má nota til sprengjugerðar.

Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla beindist grunur fljótlega að manninum og hefur lögreglan leitað hans af krafti og gert nokkrar húsleitir á stöðum þar sem talið var að maðurinn héldi sig en án árangurs. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald að sér fjarstöddum.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að ekki sé talið að almenningi stafi hætta af manninum en hann hefur að sögn lengi verið upp á kant við yfirvöld vegna ýmissa mála og hefur talið sig hafa sætt ósanngjarnri meðferð.

Aftonbladet hefur eftir íbúa í fjölbýlishúsinu að hann hafi farið út á svalir strax eftir sprenginguna og hafi þá séð manninn standa fyrir utan. Hann sagðist hafa öskrað á hann: „Hvað gerðirðu?“ og hafi maðurinn þá horfið á brott.

Um 25 íbúar voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna, þar af voru 6 alvarlega slasaðir. Eignatjónið er gríðarlegt og ekki er vitað hvenær íbúarnir geta flutt inn á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga