fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Stökkbreytt kórónuveira breiðst hratt út í Suður-Afríku – „Enn stærra vandamál en breska afbrigðið“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 12:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiðst nú hratt út í Suður-Afríku og hefur nú þegar borist til nokkurra Evrópuríkja, þar á meðal Bretlands, Noregs og Austurríkis. Í Bretlandi óttast yfirvöld þetta nýja afbrigði mjög og hafa hert reglur um ferðalög til og frá Suður-Afríku.

„Ég hef ótrúlega miklar áhyggjur af þessu suður-afríska afbrigði. Það er mjög stórt vandamál. Það er enn stærra vandamál en breska afbrigðið,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í samtali við BBC Radio.

Vísindamenn segja að suður-afríska afbrigðið sé með margar stökkbreytingar sem gera því auðveldara fyrir að komast inn í frumur líkamans. Eins og með breska afbrigðið þá gerir þetta afbrigðið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Ekki hefur enn verið sýnt fram á að fólk verði veikara af þessu afbrigði en öðrum.

Afbrigðið hefur dreift sér hratt um Suður-Afríku og sérfræðingar segja að þetta sé það afbrigði sem er algengast á mörgum svæðum. Smitum hefur fjölgað gífurlega í Suður-Afríku að undanförnu og skömmu fyrir áramót fóru staðfest smit yfir eina milljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim