fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Stökkbreytt kórónuveira breiðst hratt út í Suður-Afríku – „Enn stærra vandamál en breska afbrigðið“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 12:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiðst nú hratt út í Suður-Afríku og hefur nú þegar borist til nokkurra Evrópuríkja, þar á meðal Bretlands, Noregs og Austurríkis. Í Bretlandi óttast yfirvöld þetta nýja afbrigði mjög og hafa hert reglur um ferðalög til og frá Suður-Afríku.

„Ég hef ótrúlega miklar áhyggjur af þessu suður-afríska afbrigði. Það er mjög stórt vandamál. Það er enn stærra vandamál en breska afbrigðið,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í samtali við BBC Radio.

Vísindamenn segja að suður-afríska afbrigðið sé með margar stökkbreytingar sem gera því auðveldara fyrir að komast inn í frumur líkamans. Eins og með breska afbrigðið þá gerir þetta afbrigðið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Ekki hefur enn verið sýnt fram á að fólk verði veikara af þessu afbrigði en öðrum.

Afbrigðið hefur dreift sér hratt um Suður-Afríku og sérfræðingar segja að þetta sé það afbrigði sem er algengast á mörgum svæðum. Smitum hefur fjölgað gífurlega í Suður-Afríku að undanförnu og skömmu fyrir áramót fóru staðfest smit yfir eina milljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin