fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Biden – Ef þau væru frá Black Lives Matter hefðu þau fengið allt aðra meðferð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 05:33

Þjóðvarðliðar standa vörð við Lincoln Memorial í júní 2020 í tengslum við mótmæli Black Lives Matter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur verið velt upp í Bandaríkjunum og víðar hvað hefði gerst í árásinni á Capitol Hill á miðvikudaginn ef um svarta mótmælendur hefði verið að ræða en ekki hvíta hægrimenn sem styðja Donald Trump sitjandi forseta? Margir eru þeirrar skoðunar að þá hefði verið tekið öðruvísi og harðar á mótmælendunum en gert var á miðvikudaginn. Joe Biden, verðandi forseti, segir að miðvikudagurinn sé einn af „svörtustu dögum bandarískrar sögu“.

Fyrir liggur að fjórir létust í mótmælunum á miðvikudaginn og margir slösuðust. Lögreglumaður lést í gær á sjúkrahúsi af völdum áverka sem hann hlaut í árás múgsins á þinghúsið. Tugir voru handteknir. Margir hafa spurt sig hvernig það gat gerst að múgurinn hafi komist svona auðveldlega í gegnum lokanir lögreglunnar og öryggisvarða. Myndir og upptökur frá Capitol Hill sýna að viðbúnaður lögreglunnar og öryggisvarða var lítill og því auðvelt verk fyrir mótmælendur að komast leiðar sinnar.

En það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en til byrjun júní á síðasta ári til að sjá allt aðra mynd. Þá stóðu vígbúnir þjóðvarðliðar við Lincoln Memorial reiðubúnir til að verja það en þá fóru fram stór mótmæli á vegum Black Lives Matter í kjölfar dráps lögreglunnar á George Floyd.

Joe Biden ræddi þetta í ræðu sem hann flutti í gær og skóf ekki utan af hlutunum: „Það þarf enginn að segja mér að ef þetta hefði verið hópur Black Lives Matter mótmælenda í gær hefði hann fengið svipaða meðferð og þessar bullur. Þetta var algjörlega óásættanlegt,“ sagði Biden og sló í púltið en hann var greinilega í uppnámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga