Danir kalla það „isdøgn“ (ísdag eða frostdag) þegar hitastigið nær ekki upp fyrir frostmark á einum almanaksdegi. En enginn slíkur dagur var á síðasta ári.
Danska veðurstofan, DMI, segir að þetta sé skýrt merki um hvað sé að gerast í loftslagsmálum, það verði sífellt hlýrra.
Meðalhiti ársins var 9,8 gráður og hefur hann aðeins einu sinni verið hærri en það var 2014 en þá var hann 10,0 gráður.