93 þingmenn greiddu atkvæði með því að niðurstöðurnar í Arizona yrðu staðfestar en 6 voru á móti, allt Repúblikanar. Reiknað hafði verið með að 14 Repúblikanar myndu greiða atkvæði á móti staðfestingunni en svo virðist sem óeirðirnar hafi orðið til þess að þeir skiptu um skoðun.
Einn þeirra sem skipti um skoðun er Lindsey Graham sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Donald Trump. „Ég tek ekki þátt í þessu. Nú er nóg komið. Joe Biden og Kamala Harris eru löglega kjörin,“ sagði hann að sögn NBC News.
Hefðin er sú að staðfesting þingsins á niðurstöðum kjörmannaráðsins er formsatriði eitt en að þessu sinni hafði hópur Repúblikana, undir forystu Ted Cruz, tilkynnti að hann myndi ekki samþykkja úrslitin. Það er þó ljóst að það kvarnaðist mikið úr þessum hópi eftir atburði gærdagsins.