fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið nóg af Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 06:29

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið sig fullsadda af honum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið í gær hafa margir Repúblikanar snúist gegn Donald Trump, forseta. Einn þeirra er Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Trump síðustu árin. Hann hefur nú fengið nóg af Trump og hefur snúið við honum baki.

Trump og ég höfum átt samleið. Mér finnst leitt að þetta skuli enda svona. En eftir daginn í dag er það eina sem ég get sagt að ég er hættur. Nú er nóg komið,“ hefur NBC News eftir honum. Hann sagðist einnig styðja úrslit forsetakosninganna í nóvember að fullu. „Joe Biden og Kamala Harris eru löglega kjörin,“ sagði hann.

Graham er ekki eini Repúblikaninn sem styður Trump ekki lengur. Phil Scott, ríkisstjóri í Vermont, sagði í gær að víkja eigi Trump úr embætti vegna þáttar hans í óeirðunum. „Hornsteinninn í lýðræðinu okkar og grundvallaratriði lýðveldisins okkar eru í hættu vegna forsetans. Nú er nóg komið. Trump verður að draga sig í hlé eða verða vikið úr embætti af eigin ríkisstjórn eða þinginu,“ skrifaði hann á Twitter.

Margir Demókratar krefjast þess einnig að Trump hverfi úr embætti. Meðal þeirra er Ilhan Omar, þingkona í fulltrúadeildinni, sem er byrjuð að undirbúa nýja málshöfðun á hendur Trump til embættismissis. „Fulltrúadeildin á að draga Donald J. Trump fyrir ríkisrétt og öldungadeildin á að svipta hann embætti. Við getum ekki leyft honum að sitja áfram. Þetta er spurning um að vernda lýðveldið okkar,“ skrifaði Omar í gærkvöldi. Tæpt ár er síðan meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni sýknaði Trump af ákæru fulltrúadeildarinnar til embættismissis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún