fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Útgöngubann í Bretlandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. janúar 2021 20:02

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað útgöngubann í Bretlandi í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar COVID-19 smita. Útgöngubannið nær yfir England en ekki Stóra-Bretland.

Staðan í Bretlandi er ákaflega slæm en í gær greindust 54.990 einstaklingar með Covid-19. Yfir 75.000 manns hafa látist þar í landi úr Covid-19 og er sú dánartíðni sú hæsta í Evrópu. Engin landamæraskimun hefur verið í Bretlandi.

Tíðindin koma ekki á óvart en sérfræðingar hafa spáð því í allan daga að forsætisráðherrann myndi boða útgöngubann.

Johnson sagði að aðgerðir sem gripið var til hingað til hefðu dugað til að hemja veiruna en allt hafi breyst með nýju afbrigði veirunnar sem er miklu meira smitandi. Hann sagði jafnframt að sjúkrahús í landinu hefðu aldrei áður verið undir jafn miklu álagi vegna faraldursins og núna.

Fólki verður fyrirskipað að halda sig heima við fyrir utan bráðnauðsynlegar aðgerðir á borð við matarinnkaup og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Skólar verða lokaðir frá og með morgundeginum en tekin verður upp fjarkennsla.

Forsætisráðherrann sagði að vikurnar framundan yrðu þær erfiðustu til þessa síðan faraldurinn reið yfir. En bóluefni muni fyrr en síðar skila þeim árangri að hægt verði að aflétta hömlum að nýju.

Í lok ávarpsins hvatti Johnsons fólk til að halda kyrru fyrir heima, vernda þar með heilbrigðiskerfið og bjarga mannslífum.

Talið er að útgöngubannið verði í gildi fram í 15. febrúar en eðlilega eru lok þess háð þróun faraldursins á næstu vikum.

Sjá einnig viðtal við Höllu Vilhjálms um ástandið í Englandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist