fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Enn eru lög frá valdatíma nasista í gildi í Þýskalandi – Beinast gegn gyðingum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 15:30

Hver borgar 150 milljónir fyrir úr sem Hitler átti?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29 lög, sem voru samþykkt á valdatíma nasista, eru enn í gildi í Þýskalandi. Nú vill fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem annast mál er varða gyðingahatur, láta taka til í lagasafninu.

Meðal þessara laga eru lög um „hefðbundin“ gyðinganöfn. Samkvæmt þeim þurftu gyðingar að taka sér nýtt nafn ef nöfn þeirra voru ekki á lista yfirvalda yfir hefðbundin gyðinganöfn. Konur áttu þá að taka sér nafnið Sara til viðbótar við skírnarnafnið og karlar máttu taka sér nafnið Israel sem annað skírnarnafn.

Þessi lög, sem eru mjög andsnúin gyðingum, voru samþykkt 1938. Frá gildistökunni höfðu gyðingar einn mánuð til að skrá „ný“ nöfn sín. Ef þeir gerðu það ekki áttu þeir allt að sex mánaða fangelsi yfir höfði sér.

Markmiðið með þessu lögum var að gera líf gyðinga erfiðara en með lögunum var þeim gert erfitt fyrir að leyna gyðinglegum uppruna sínum.  Það var innanríkisráðherrann Wilhelm Frick sem stóð fyrir innleiðingu laganna en hans hefur kannski einna helst verið minnst fyrir að það var hann sem tryggði Adolf Hitler þýskan ríkisborgararétt en Hitler var austurrískur.

Að síðari heimsstyrjöldinni lokinni var Frick dæmdur til dauða og ákvæðin um nöfnin Sara og Israel var afnumið af Bandamönnum sem fóru með stjórn Þýskalands. En þau voru þó ekki alveg afnumin vegna ákvæða í þáverandi stjórnarskrá Vestur-Þýskalands. Af þessum sökum eru enn lög um nafnabreytingar í gildi og í þeim er kveðið á um að þýskur ríkisborgari eða ríkisfangslaus einstaklingur geti látið breyta nafni sínu ef viðkomandi er í „þýska ríkinu“ en ekki er talað um Sambandslýðveldið eins og venja er í dag. Felix Klein, sem er sérstakur fulltrúi ríkisstjórnarinnar í málum er varða gyðingahatur, segir að lögin hafi greinilega andgyðinglegan uppruna og hafi gegnt lykilhlutverki í að einangra gyðinga félagslega. Der Spiegel skýrir frá þessu. Hann hefur því lengi þrýst á um að lögunum verði breytt en það hefur dregist vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þýska innanríkisráðuneytið gaf þó nýlega grænt ljós á breytingu.

En það eru fleiri lög og tilvísanir sem þarf að breyta að mati Klein sem hefur fundið 28 önnur lög frá tímum nasista. Þar á meðal eru lög um að læknar verði að hafa yfirumsjón með starfi þeirra sem bjóða upp á óhefðbundnar lækningar og lög um spilavíti. Hann telur að þessum lögum þurfi að breyta til að Sambandslýðveldið Þýskaland sé skýrt og greinilega aðgreint frá þjóðernishyggju nasista og gyðingahatri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“