fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Óttast nýjan heimsfaraldur – Getur brotist út hvenær sem er – Allt að 75% dánartíðni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 05:13

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Access to Medicine Foundation (AMF) kemur fram að lyfjaiðnaðurinn sé illa í stakk búinn til að takast á við næsta heimsfaraldur. Samtökin, sem eru studd af hollenskum og breskum stjórnvöldum auk mannúðarstofnunar Bill og Melinda Gates, hefur skoðað þá 16 sjúkdóma sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO telur mesta hættu stafa af.

Hvað varðar 10 af þessum sjúkdómum eru engin verkefni í gangi varðandi þróun lyfja eða bóluefna. Nú er unnið að þróun 60 bóluefna gegn kórónuveirunni, sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri, en á sama tíma er aðeins unnið að þróun sex bóluefna gegn ebólu og fjögurra gegn zika-veirunni. Í skýrslunni kemur fram að lyfjaiðnaðurinn og alþjóðasamfélagið hafi verið illa í stakk búið til að takast á við yfirstandandi heimsfaraldur þrátt fyrir að varað hafi verið við heimsfaraldri árum saman. Eftir að skýrslan var birt kom þó fram að Moderna er byrjað að þróa bóluefni gegn Nipah-veirunni.

Jayasree K Iyer, forstjóri AMF, óttast sérstaklega að faraldur Nipah-veiru brjótist út í Asíu. Dánartíðnin af völdum veirunnar er allt að 75%. Í samtali við The Guardian sagði hún að Nipah-veiran væri mjög smitandi og veki miklar áhyggjur. „Þetta getur sprungið hvenær sem er,“ sagði hún.

Nipah-veiran getur valdið alvarlegum öndunarfærasjúkdómum og heilahimnubólgu. The Guardian segir að dánartíðnin af völdum hennar sé á milli 40 og 75%, allt eftir því hvar faraldurinn brýst út. Veiran berst frá ávaxtaleðurblökum. Litlir faraldrar í Bangladess og á Indlandi eru taldir hafa átt upptök sín í vökva úr döðlupálmum.

BBC segir að meðgöngutími smits geti verið allt að 45 dagar en það eykur líkurnar á að smit breiðist mikið út. Veiran getur einnig borist með dýrum, mat og beinum samskiptum. 11 faraldrar voru skráðir í Bangladess frá 2001 til 2011. 196 greindust með veiruna, af þeim létust 150.

Meirihluti þeirrar vinnu sem er í gangi við þróun nýrra lyfja og bóluefna snýr að HIV og AIDS, berklum, malaríu og krabbameini. Unnið er að þróun fjögurra bóluefna gegn chikungunya-veirunni sem hefur sótt í sig veðrið í nokkrum heimsálfum á síðustu árum. Lyfjafyrirtækið Bayer vinnur að þróun bóluefnis, lyfja og skordýraúða gegn zika-veirunni og beinbrunasótt.

AMF vendir á að næsti heimsfaraldur geti orðið af völdum veiru sem lyf virka ekki gegn. Það þurfi því að hraða vinnu við að finna eitthvað sem kemur í stað sýklalyfja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist