fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Síðdegisblundur getur viðhaldið andlegu atgervi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að fá sér reglulegan síðdegisblund getur verið leið til að viðhalda andlegu atgervi þegar aldurinn færist yfir ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu General Psychiatry. Í henni var svefnmynstur 2.214 heilbrigðra einstaklinga, 60 ára og eldri, í nokkrum kínverskum stórborgum rannsakað. 1.534 þeirra fengu sér reglulega síðdegisblund sem varði allt frá fimm mínútum upp í tvær klukkustundir. 680 fengu sér ekki síðdegisblund. Sky News skýrir frá þessu.

Próf var lagt fyrir þátttakendurna og var niðurstaða þess að þeir sem fengu sér síðdegisblund voru betur áttaðir, áttu auðveldar með að tjá sig og minni þeirra var betra.

Í niðurstöðu rannsóknarinnar segja vísindamennirnir að ekki sé hægt að draga þá ályktun að síðdegisblundur komi í veg fyrir að fólk þjáist af elliglöpum og hrörnandi vitsmunum eða hvort blundurinn sé einkenni elliglapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu