fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Evrópusambandið krefur AstraZeneca um afhendingaráætlun á umsömdu magni bóluefnis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 05:06

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Evrópusambandsins funduðu með fulltrúum bresk/sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca í gær um afhendingu lyfjafyrirtækisins á bóluefni, gegn kórónuveirunni, til aðildarríkja ESB. Sambandið og AstraZeneca deilda nú um afhendingaráætlun fyrirtækisins eftir að það tilkynnti að það geti ekki afhent það magn bóluefnis á fyrsta ársfjórðungi sem samið hafði verið um og er rætt um að magnið verði allt að 60% minna.

Sky News segir að á fundinum í gær hafi fulltrúar ESB krafist áætlunar frá fyrirtækinu um hvernig það ætli að standa við afhendingu á umsömdu magni bóluefnis. Stella Kyriakides, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, sagði að fundi loknum að sambandið „harmi að enn vanti skýringar á afhendingaráætluninni“ og „vilji fá skýra afhendingaráætlun frá AstraZeneca um skjóta afhendingu þess magns sem við pöntuðum fyrir fyrsta ársfjórðung“.

Talsmaður AstraZeneca sagði að á fundinum hefði verið rætt um hversu flókið það er að auka framleiðslugetuna og að fyrirtækið „muni halda áfram viðleitni sinni til að koma bóluefninu til milljóna Evrópubúa án þess að hagnast á því á meðan heimsfaraldurinn geisar“.

Spennan á milli ESB og AstraZeneca hefur farið vaxandi síðustu daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingu þess magns af bóluefninu, sem áður hafði verið tilkynnt um, í Evrópu. Segir fyrirtækið að þetta sé vegna framleiðsluvandamála í verksmiðjum þess á meginlandi Evrópu.

ESB segir að þetta sé brot á samningi fyrirtækisins við sambandið og að það verði að senda bóluefni frá öðrum verksmiðjum sínum, einnig þeim í Bretlandi, til að uppfylla samninginn.

Þegar skrifað var undir samning á milli ESB  og AstraZeneca kom fram að fyrirtækið myndi afhenda 80 milljónir skammta fyrir lok mars á þessu ári en fyrirtækið tilkynnti nýlega að það myndi aðeins afhenda 31 milljón skammta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“