fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Segir að mörg ár muni líða þar til hversdagslífið verður eðlilegt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 09:00

Kórónuveiran hefur lagst á heimsbyggðina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskt afbrigði, suður-afrískt, brasilískt, rúmenskt og svo mætti lengi telja upp hin ýmsu afbrigði kórónuveirunnar sem herjar á heiminn. Öll þessi afbrigði og umfang faraldursins gera að verkum að það er erfitt að sjá ljósið fyrir enda ganganna en væntanlega rofar til um síðir og lífið færist í eðlilegt horf, svona eins og það var áður en heimsfaraldurinn skall á. En það geta liðið mörg ár þangað til að sögn sérfræðinga.

Ástæðan er að ekki er öruggt að bóluefni gegn kórónuveirunni virki á öll stökkbreytt afbrigði hennar. Af þessum sökum ættum við ekki að gera okkar miklar vonir um að geta sagt skilið við andlitsgrímur og félagsforðun alveg strax og það þrátt fyrir að búið verði að bólusetja marga. Í umfjöllun Politiken um málið er haft eftir Kristian G. Andersen, hjá Scripps Research í Kaliforníu, að kórónuveiran verði minna vandamál í haust og næsta vetur en það þurfi meira til, til að komast í mark. Það séu ekki bara bóluefnin sem eiga að bjarga okkur. „Til dæmis held ég að við þurfum að nota andlitsgrímur á köldum árstíðum næstu árin og að áður en við slökum fyrir alvöru á sóttvarnaaðgerðum verðum við að tryggja með heimaprófunum að við séum ekki smituð af kórónuveirunni áður en við förum til dæmis á veitingastað eða bar,“ sagði hann.

Spá hans er ekki bara út í bláinn því í brasilísku milljónaborginni Manaus sést vel hvaða áhrif stökkbreytt afbrigði veirunnar getur haft. Í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor smituðust 60 til 75% borgarbúa af veirunni og mörg þúsund létust. Talið var að hjarðónæmi hefði náðst í borginni eftir svona umfangsmikið smit en nú ríður ný bylgja yfir borgina og er það stökkbreytt afbrigði veirunnar sem ræður ríkjum. Hefur fólk, sem smitaðist síðasta vor, smitast aftur, ónæmið virðist ekki virka gegn þessu afbrigði.

Það þarf því að þróa ný afbrigði bóluefna gegn stökkbreyttu afbrigðunum, það ætti þó ekki að taka langan tíma að sögn Thomas Senderovitz, forstjóra dönsku lyfjastofnunarinnar. Í samtali við TV2 sagði hann að „líklega verði hægt að búa þau hratt til“. „Það mun örugglega taka lengri tíma en nokkrar vikur en það verður líka skemmri tími en eitt ár,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nota dróna og eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum á opinberum stöðum

Nota dróna og eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum á opinberum stöðum
Pressan
Í gær

Skotinn eftir deilur um kjúklingabein

Skotinn eftir deilur um kjúklingabein
Pressan
Í gær

Elon Musk miður sín og furðar sig á hatrinu í garð Tesla eftir skemmdarverk í gær – „Ég hef aldrei vitað annað eins“

Elon Musk miður sín og furðar sig á hatrinu í garð Tesla eftir skemmdarverk í gær – „Ég hef aldrei vitað annað eins“
Pressan
Í gær

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar reglur frá ESB – Beikonlyktin mun breytast

Nýjar reglur frá ESB – Beikonlyktin mun breytast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðgerðir Elon Musk valda óreiðu – Fékk bréf frá bankanum þar sem honum var tilkynnt um sitt eigið andlát

Aðgerðir Elon Musk valda óreiðu – Fékk bréf frá bankanum þar sem honum var tilkynnt um sitt eigið andlát
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða hústöku farandfólks í Gaîté Lyrique lokið og lögreglan er nú gagnrýnd fyrir harðræði

Þriggja mánaða hústöku farandfólks í Gaîté Lyrique lokið og lögreglan er nú gagnrýnd fyrir harðræði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum