100 milljónir skammta voru keyptir af Pfizer og hinir 100 milljón skammtarnir hjá Moderna. Bæði bóluefnin hafa nú þegar fengið markaðsleyfi hjá bandarísku lyfjaeftirlitsstofnuninni. Með þessari viðbót hafa Bandaríkin tryggt sér 600 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni.
Biden hefur lofað að dreifa 100 milljónum skammta á fyrstu 100 dögum sínum í embætti. Nú verður bætt í afhendingarhraðann til ríkja landsins og yfirráðasvæða þess. Nú verður 10 milljónum skammta dreift til þeirra í viku hverri í stað 8,6 milljóna. „Þetta mun veita milljónum Bandaríkjamanna tækifæri til að fá bólusetningu fyrr en annars,“ sagði Biden.
Hann sagði að um gríðarlega stórt verkefni væri að ræða að bólusetja alla þjóðina og um leið gagnrýndi hann forvera sinn í embætti. Hann sagði að bóluefnaáætlunin sem hann fékk í hendurnar frá Donald Trump hafi „verið verri en vænst var“ og að „það verði verra, áður en það fer að batna,“.
Sérfræðingar segja að fjöldi látinna, frá upphafi faraldursins í Bandaríkjunum, muni fara yfir 500.000 í næsta mánuði og smitum mun halda áfram að fjölga sagði Biden.