fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hörð átök í Hollandi þegar sóttvarnaaðgerðum var mótmælt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 07:59

Til átaka kom í Haag í gærkvöldi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til harðra átaka kom á milli mótmælenda, sem mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda, og lögreglu í Amsterdam og Eindhoven í Hollandi á sunnudaginn. Á laugardaginn var kveikt í sýnatökustöð þar sem kórónuveirusýni eru tekin.

Svo virðist sem óánægja með harðar sóttvarnaaðgerðir sé að brjótast út í aukinni hörku, ofbeldi og skemmdarverkum.

New York Times segir að svo virðist sem tveggja vikna útgöngubann, sem gildir frá 9 á kvöldin, hafi verið brotið margoft eftir að það tók gildi á laugardagskvöldið. Í þorpinu Urk, þar sem einnig kom til mótmæla og átaka í nóvember og desember, kveiktu ungmenni í sýnatökustöð skömmu eftir að útgöngubannið tók gildi.

Haft er eftir embættismönnum að 3.600 manns hafi verið sektaðir um allt land fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum um að halda sig heima og 25 voru handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanninu eða fyrir þátttöku í ofbeldisverkum.

Á sunnudaginn tóku mörg hundruð manns þátt í óleyfilegum mótmælum í Amsterdam og Eindhoven en boðað hafði verið til þeirra á Facebook. Að auki var mótmælt víðar en það var í Amsterdam og Eindhoven sem kom til átaka við lögregluna. Kveikt var í bílum og reiðhjólum, rúður í verslunum brotnar og tugir voru handteknir. Lögreglan beitti vatnsbyssum, hestum og táragasi til að dreifa mótmælendum.

Mótmæli héldu áfram í gærkvöldi þar sem mótmælendur grýttu lögregluna og til átaka kom og voru um 150 handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú