fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Pressan

Undarlegir atburðir í nokkrum dönskum kirkjugörðum –„Manni bregður mjög“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 06:59

Undarlegir atburðir hafa átt sér stað í dönskum kirkjugörðum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er vitað hver eða hverjir hafa verið að verki í kirkjugörðum á Fjóni í Danmörku nú í janúar. Þar hafa stórar holur verið grafnar í grafstæði í nokkrum kirkjugörðum og er lögreglan nú með fjögur slík mál til rannsóknar.

Síðasta málið kom upp í kirkjugarðinum við Bregninge Kirke í Tåsinge og er sóknarprestinum, Per Aas Christiansen, mjög brugðið vegna málsins. „Manni bregður mjög og við skiljum ekki hver tilgangurinn er. En vonandi verður hægt að finna út úr því,“ hefur Ekstra Bladet eftir honum.

Hann var ekki í neinum vafa um að eitthvað ólöglegt hefði átt sér stað þegar hann sá holuna en hún var um tveir metrar í ummáli og um einn metri á dýpt. Hún uppgötvaðist á laugardaginn. Hún hafði verið grafin í grafstæði þar sem eldri maður var jarðsettur 2017.

TV2 Fyn hefur eftir talsmanni lögreglunnar á Fjóni að hún sé sannfærð um að tilviljun hafi ráðið því að holan var grafin í þessu grafstæði og að engin verðmæti sé að finna í gröfinni. Hann sagði að ekki væri um það að ræða að jarðvegur hefði hrunið saman því jarðvegurinn í grafstæðinu hafi þegar verið fallinn saman. „Stóra spurningin er hvað liggur að baki því að grafa niður að kistunni. Við erum sannfærð um að það tengist manninum, sem liggur í gröfinni, ekki neitt,“ sagði talsmaðurinn. Hann skýrði jafnframt frá því að lögreglan væri að rannsaka þrjú svipuð mál úr öðrum kirkjugörðum á Fjóni. Öll hafa þau komið upp nú í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort