fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Örvæntingarfullir Mexíkóar bíða klukkustundum saman eftir súrefni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 18:30

Fólk bíður í röð eftir að fá súrefni fyllt á kúta í Mexíkó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álagið á sjúkrahús í Mexíkóborg er svo mikið að ekki er hægt að taka við fleiri COVID-19-sjúklingum og verða þeir því að takast á við sjúkdóminn heima hjá sér. Þetta veldur því að fólk stendur klukkustundum saman í röðum til að kaupa súrefni handa veikum ættingjum sínum.

Dæmi eru um að fólk hafi eytt því litla fé sem það á til að kaupa súrefniskúta fyrir veika ættingja sína.  Í sumum fjölskyldum þarf fólk að fara margoft á dag til að kaupa súrefni því það á bara svo litla súrefniskúta að þeir duga aðeins í nokkrar klukkustundir.

Rúmlega 90% sjúkrarúma í borginni eru nú upptekin, aðallega vegna gríðarlegs fjölda COVID-19-sjúklinga. Borgin hefur verið á hæsta viðbúnaðarstigi síðan um miðjan desember vegna faraldursins. Til að reyna að draga úr útbreiðslu hans hafa yfirvöld bannað alla starfsemi og samkomur sem ekki teljast nauðsynlegar en það hefur ekki dugað til.

Um níu milljónir manna búa í borginni og hafa 26.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið skráð þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn