Dæmi eru um að fólk hafi eytt því litla fé sem það á til að kaupa súrefniskúta fyrir veika ættingja sína. Í sumum fjölskyldum þarf fólk að fara margoft á dag til að kaupa súrefni því það á bara svo litla súrefniskúta að þeir duga aðeins í nokkrar klukkustundir.
Rúmlega 90% sjúkrarúma í borginni eru nú upptekin, aðallega vegna gríðarlegs fjölda COVID-19-sjúklinga. Borgin hefur verið á hæsta viðbúnaðarstigi síðan um miðjan desember vegna faraldursins. Til að reyna að draga úr útbreiðslu hans hafa yfirvöld bannað alla starfsemi og samkomur sem ekki teljast nauðsynlegar en það hefur ekki dugað til.
Um níu milljónir manna búa í borginni og hafa 26.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið skráð þar.