fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Kom óvenjulega snemma heim og sá að eitthvað var öðruvísi – „Eins og atriði úr hryllingsmynd“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 05:30

Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dyrnar voru hálfopnar, loftkælingin var í gangi og nokkrir kjúklinganaggar voru á diski á matarborðinu, eins og máltíðin hefði verið yfirgefin í miðjum klíðum. Svona var aðkoman þegar hin ástralska Monica Green kom heim til sín síðasta mánudag, nokkru áður en hún hafði ætlað.

Samkvæmt frétt Courier Mail hafði hún tekið eftir því í nokkra mánuði að það var eins og hlutir væru færðir úr stað á heimili hennar í Rockhampton þar sem hún býr með börnum sínum. Matur hvarf og búið var að slökkva á eftirlitsmyndavélum. Hún hafði hins vegar bara ýtt þessu frá sér og ekki velt vöngum sérstaklega mikið yfir þessu.

En þegar hún kom fyrr heim á mánudaginn, en hún hafði ætlað, og sá matinn á borðinu áttaði hún sig á að eitthvað mikið var að í húsinu. Hún hringdi því strax í lögregluna sem kom á vettvang. Lögreglumenn uppgötvuðu að hlerinn, upp á háaloft, var hálfopinn. Þeir fóru upp til að kanna málið. Í ljós kom að einhver ókunnugur hafði um langa hríð búið uppi á lofti án þess að Monica vissi af því.

„Mér finnst þetta eins og atriði úr hryllingsmynd. Hvað var hann að gera uppi á lofti? Hvað hafði hann í hyggju? Ætlaði hann að vinna okkur mein? Ætlaði hann að ræna einu af börnunum mínum? Það er mitt hlutverk að vernda þau og mér finnst að mér hafi mistekist það,“ sagði Monica í samtali við 9News.

Talsmaður lögreglunnar sagði málið „alveg einstakt“.

Monica telur sjálf að viðkomandi hafi komist inn í húsið með því að stela bíl- og húslyklum hennar. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“