fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hræðilegt slys og atburðir tengdir því – Hvernig gat þetta gerst?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 05:38

Laura og Whitney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2006 varð hræðilegt slys á þjóðvegi 69 í Indiana í Bandaríkjunum. Þar lentu lítil rúta og dráttarvél í árekstri. Í rútunni voru níu nemendur og starfsmenn Taylor háskólans. Aðkoman á slysstað var hræðileg, rútan var nánast að engu orðin og það tók björgunarmenn langan tíma að ná fólkinu úr henni. Fimm létust við áreksturinn, Elizabeth SmithLaurel ErbBradley Larson og Monica Felver auk ljóshærðrar stúlku sem yfirvöld sögðu vera Whitney Cerak.

Eins og gefur að skilja voru fjölskyldur hinna látnu niðurbrotnar og sorgin ólýsanleg. Þar á meðal fjölskylda Whitney. Tæplega 1.400 manns mættu til útfarar hennar þegar hún var gerð frá kirkju í heimabæ hennar, Gaylord í Michigan. En fimm vikum síðar tók málið nýja og óvænta stefnu. Í kjölfarið spurðu margir sig hvernig þetta gat hafa gerst.

Laura og Whitney.

Á sjúkrahúsi lá önnur ljóshærð stúlka, sem hafði lifað slysið af eins og fyrir kraftaverk. Þetta var Laura van Ryn en hún hafði verið meðvitundarlaus síðan slysið varð og var mikið slösuð. Hún var því vafinn inn í sáraumbúðir frá toppi til táar. Systir hennar var mikið hjá henni á sjúkrahúsinu. Hún fór með tímanum að fá undarlega tilfinningu vegna Laura því tennurnar líktust alls ekki tönnunum hennar. Henni fannst þetta undarlegt og ræddi við lækni Laura um þetta. Hann tók mark á áhyggjum hennar og var Laura því rannsökuðu ítarlega. Þá kom ótrúlegur sannleikurinn í ljós. Það var alls ekki Laura sem lá í sjúkrarúminu. Það var vinkona hennar Whitney Cerak sem hafði verið jarðsett nokkrum vikum áður í Gaylor.

Mistök

Í miðju öngþveitinu á slysstaðnum höfðu björgunarmenn ruglað Laura og Whitney saman og þar sem hún var svo illa farin eftir slysið áttuðu hvorki fjölskylda né vinir sig á að það var ekki Laura sem var flutt á sjúkrahús, heldur Whitney.

Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum um allan heim vorið 2016 en þá voru tíu ár liðin frá slysinu hræðilega. Af því tilefni kom Whitney fram og flutti fyrirlestur í gamla skólanum sínum um slysið og það sem á eftir fylgdi.

Laura van Ryn.

„Fjölskylda mín jarðsetti mig. Margir eru eflaust forvitnir um hvað verður sagt við útför þeirra, ég veit það,“ sagði hún meðal annars. Hún var 18 ára þegar slysið hræðilega átti sér stað.

Tæplega 1.400 manns mættu í útför hennar þar sem systir hennar hrósaði henni í hástert, sagði brandara, meðal annars um að Whitney færi of sjaldan í bað og að hún væri ekki góð í íþróttum.

Whitney, sem var greinilega mjög snortin þegar hún flutti fyrirlesturinn, sagði áheyrendum einnig frá deginum þegar fjölskylda hennar og læknar komust að því að það var hún sem lá á sjúkrahúsi en ekki Laura. Þegar hún komst til meðvitundar gat hún ekki talað en læknar létu hana frá blað og penna og báðu hana um að skrifa nafnið sitt til að tryggja að hér væri um Whitney að ræða en ekki Laura.

Whitney Cerak.

Fjölskylda Laura hafði sem sagt setið yfir „rangri“ stúlku á sjúkrahúsinu því Laura var látin. Hún hafði verið jarðsett en á leiði hennar stóð hins vegar Whitney. „Van Ryn-fjölskyldan elskaði mig eins og ég væri dóttir þeirra því þau héldu að ég væri dóttir þeirra. Meira að segja eftir að ég skrifaði „Whitney“ og heimur þeirra breyttist og þau vissu að ég var ekki dóttir þeirra komu þau fram við mig eins og ég væri dóttir þeirra,“ sagði hún.

Lauk námi

Fjórum mánuðum eftir slysið sneri Whitney aftur í skólann og lauk námi þremur árum síðan. „Það var mjög erfitt að byrja aftur í skólanum. Ekkert skipti máli lengur. Sjálfsmynd mín var að vissu leyti horfin. Ég hélt að ég væri mjög félagslynd og skemmtileg, ég átti marga vini en eftir 26. apríl var það allt breytt. Vinstri hlið líkamans var algjörlega ónýt, ég gat ekki talað, bara hvíslað,“ sagði hún.

Hún glímdi einnig við erfiðar tilfinningar, syrgði þá sem höfðu látist og fann til sektar yfir að hafa lifað slysið af. Hún átti einnig erfitt með að sætta sig við að fjölskylda hennar hafði jarðsett hana og að önnur fjölskylda hafði, ranglega, glaðst yfir að dóttir þeirra hefði lifað slysið af.

Hún hefur náð að komast yfir þetta í dag og slysið fyllir ekki eins mikið í lífi hennar og það gerði fyrstu árin á eftir en það er ekki gleymt. Hún býr nú með eiginmanni sínum, Matt, og þremur börnum í Norður-Karólínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“