fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Kínverjar byggja sóttkvíarmiðstöð fyrir 4.000 manns

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 08:00

Hér verður hægt að hafa 4.000 manns í sóttkví. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar keppast nú við að reisa sóttkvíarmiðstöð sem á að geta hýst allt að 4.000 manns. Hún verður í Shijiazhuang í norðurhluta landsins en þar hefur kórónuveiran látið á sér kræla á nýjan leik að undanförnu. Kínverskum stjórnvöldum hefur tekist ágætlega við að halda faraldrinum niður fram að þessu en síðustu daga hafa borist fregnir af því að hún sé að skjóta upp kollinum hér og þar.

Washington Post segir að stjórnvöld hafi miklar áhyggjur af nýársfögnuði Kínverja um miðjan febrúar en venjulega leggja milljónir landsmanna land undir fót í tengslum við hátíðina til að fagna með fjölskyldu og vinum.

Um eitt ár er síðan fregnir fóru að berast af dularfullum öndunarfæralíkum sjúkdómi sem væri kominn á kreik í Kína. Í kjölfarið barst veiran út um allan heim og er heimsbyggðin enn að glíma við hana.

Kínverjar hafa áður haft hraðar hendur við að reisa nauðsynleg mannvirki og það ætla þeir einnig að gera núna. Framkvæmdirnar hófust 13. janúar og á að ljúka á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni