Berlingske skýrir frá þessu. „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast en við vitum að í versta falli getur innlögnum fjölgað gríðarlega. Af þeim sökum verðum við að vera með mikinn viðbúnað sem við getum virkjað með litlum fyrirvara,“ hefur blaðið eftir Finn Rønholt yfirlækni á lyflækningadeild Herlev-Gentofte sjúkrahússins.
Mikið er horft til Írlands og reynslunnar sem þar hefur fengist eftir að smitum fjölgaði gríðarlega eftir að B117 afbrigðið fór að breiðast hratt út. Það orsakaði mikið álag á sjúkrahúsin enda fjölgaði smituðu fólki mikið.
Rønholt sagðist ekki verða hissa ef fjöldi smita í febrúar verður á borð við það sem hann var fyrir jól en taldi að sjúkrahúsin séu undir það búin.