The Guardian segir að talið sé að dómurinn sé sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp á grundvelli laga um konungdæmið. Ungt fólk hefur mánuðum saman mótmælt og krafist umbóta og meira lýðræðis. Líklegt er talið að dómurinn muni láta kalt vatn renna milli skins og hörunds á mörgum mótmælendum en margir leiðtogar mótmælenda og aðgerðasinnar hafa verið ákærðir fyrir það sama og konan.
Taílensk lög, sem taka á gagnrýni í garð konungsins og öllu því sem þykir gera lítið úr honum, eru ein þau ströngustu í heimi á þessu sviði. Samkvæmt þeim er hægt að dæma fólk í allt að 15 ára fangelsi fyrir hvert brot.
Preelert játaði að hafa dreift hljóðupptökum á YouTube og Facebook á árunum 2014 og 2015 sem þykja gagnrýnar í garð konungsfjölskyldunnar. Hún var sakfelld fyrir 29 brot og dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir hvert og eitt eða 87 ára fangelsi. Dómstóllinn stytti refsinguna þó um helming þar sem Preelert játaði brot sín.
Mannréttindasamtök ætla að áfrýja dómnum til æðra dómstigs.