fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Það eru hugsanlega færri vetrarbrautir í alheiminum en við héldum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 19:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir, sem voru gerðar með Hubble-geimsjónaukanum, bentu til að í alheiminum væru 2 billjónir vetrarbrauta en nýjar rannsóknir benda til að þær séu aðeins nokkur hundruð milljarðar.

Þegar að New Horizons geimfar NASA hafði flogið fram hjá Plútó og Arrokoth í jaðri sólkerfisins okkar, í 6,4 milljarða km fjarlægð frá jörðinni, 2015 og 2019 horfði það út í óravíddir svarts geimsins. Geimfarið var svo langt í burtu að skýin sem það sá voru 10 sinnum dekkri en skýin sem Hubble sá.

Fyrri rannsóknir á fjölda vetrarbrauta voru byggðar á því að stjörnufræðingar töldu þær vetrarbrautir sem voru sjáanlegar með Hubble og margfölduðu þær síðan með fjölda svæða á himninum. En með þessari aðferð eru vetrarbrautir, sem ekki sjást, teknar með.

Geimurinn virðist vera svartur og risastór en það er raunar smá birta í honum sem er bjarmi frá stjörnum og vetrarbrautum.

Til að áætla fjölda vetrarbrauta er best að komast út út innri hluta sólkerfisins okkar til að losna undan áhrifum birtunnar sem hér er og það er einmitt það sem New Horizons gerði.

Rannsóknin hefur verið samþykkt til birtingar í The Astrophysical Journal en hún var kynnt á ársþingi bandaríska stjörnufræðingafélagsins í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn