„Ef þú hugsar um inflúensu þá var hún fyrst skráð 1172 í Evrópu held ég . . . þessar veirur hafa ekki tilhneigingu til að deyja út . . . Þær breytast með tímanum og við erum að sjá með þessum nýju afbrigðum af COVID-19-veirunni að þau hafa tilhneigingu til að verða meira smitandi og minna banvæn með tímanum,“ sagði hann í AM Show á miðvikudaginn. The Guardian skýrir frá þessu.
Hann sagði jafnframt að bóluefni muni hjálpa mannkyninu að mynda ónæmi og að það náttúrulega ónæmi sem fólk myndar muni einnig þróast.
Hann varaði við hættunni sem getur fylgt því ef nýrri afbrigði veirunnar sleppi úr sóttkví og einangrun því meiri hætta geti stafað frá því en gerði á síðasta ári.
Eins og staðan er núna á Nýja-Sjálandi þá þurfa allir sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví og flestir ferðamenn þurfa að fara í auksýnatöku og þurfa að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðunni. Bloomfield sagði einnig að sú hætta væri alltaf fyrir hendi að veiran gæti „sloppið í gegn“ þrátt fyrir að mikið sé gert á landamærunum til að reyna að halda henni úti.