fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 05:23

Klæðaburðurinn er ekki ólíkur. Skjáskot/Thebarefoodbandit/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris er nýtekin við embætti sem varaforseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna. Margir aðdáendur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hafa að undanförnu bent á að í þætti frá árinu 2000 hafi nánast verið spáð fyrir um valdaskiptin sem fóru fram í Hvíta húsinu á miðvikudaginn.

Í þættinum „Bart to the Future“ frá 2000 kemur Lisa Simpson mikið við sögu. Hún sver þá eið sem forseti Bandaríkjanna. Það er auðvitað reginmunur á henni og Harris því Harris er af holdi og blóði en Lisa bara gul teiknimyndapersóna. Auk þess er Harris varaforseti en Lisa tekur við embætti forseta. En margir aðdáendur telja sig samt sem áður sjá ákveðin líkindi með þeim. „Kamala Harris er í raun Lisa Simpson – ég elska þetta,“ skrifaði einn aðdáandi á Twitter.

En það er ekki bara þetta með konurnar og embættistöku þeirra sem vekur athygli í þessum ákveðna þætti af Simpson því í honum tekur Lisa við embætti af engum öðrum en Donald Trump! „Þetta var aðvörun um framtíðina,“ sagði handritshöfundurinn Dan Greaney í samtali við Hollywood Reporter 2016.

Í einu atriði þáttarins er Lisa í forsetaskrifstofunni og er starfsfólkið að segja henni að Bandaríkin séu nánast gjaldþrota vegna þess sem fyrri forseti gerði. „Eins og þið vitið þá tókum við, við slæmu búi af Donald Trump,“ segir Lisa í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás